sunnudagur, febrúar 08, 2009

Trénaður

Rakst í dag á þennan trénaða drjóla í svörtum sandi. Hann hamaðist við að skrifa í sandinn að hann væri hundrað metra risafura. Langtum merkilegri öðrum trjám. Aðalfurukólfurinn, foringinn sjálfur.

Vissulega var hann duglegur að skrifa um eigið ágæti. En hið rétta í málinu er að drjólinn stóð eins og gamall beyglaður desertgaffall upp úr sandinum. Lítill og einn. Í sínum heimi.

Það sem drjólinn kallar sannleika kalla aðrir veruleikafirringu. En hann varðar ekkert um aðra.

Engin ummæli: