Ég sakna sjálfhverfunnar í blogginu fh (fyrir hrun). Þá gerðist aldrei neitt, jú, birtar voru myndir af baun, talað um baun, volað soldið stundum um að baun ætti bágt og stöku sinnum voru birtir gáfulegir pistlar um léttvæg málefni. Eða léttvægir pistlar um gáfuleg málefni. Það kom fyrir.
Nú er maður *andvarp* orðinn vasahagfræðingur með öflugt innsæi *djúpt andvarp* í öll helstu þjóðfélagsmál. Varla til það samfélagslega mein *rosa djúpt andvarp* sem ekki er reynt að varpa ljósi á með hnyttni og afbragðsgóðri dómgreind, sem slær öllu við í hinum vestræna heimi og samrýmist Evrópustöðlum. O, jæja, dýrð heimsins og allt það.
Til að rifja upp gömlu góðu dagana birtir baun hér mynd sem baun tók af baun fyrir baun í gær. Takið eftir húfunni, baun gaf baun hana í afmælisgjöf, og lúffur með.
Legg ekki meira á ykkur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli