
Æ, ég vona að nýju ríkisstjórninni farnist vel og allt verði í blóma og með sóma. Indælt að vera laus við Sjálfstæðisflokkinn og gott að fá fleiri konur í ráðherrastóla. Herrakonur, undarleg málvenja.

Á efri myndinni er kanína sem ég hitti á förnum vegi. Við tókum tal saman. Kom upp úr dúrnum að hún skilur jafn lítið í stjórnmálum og ég. Dæmigert.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli