Mér var svipt upp í bíl eftir kvöldmatinn, Hjálmar voða dularfullur, muldraði eitthvað um að hann vonaði að ég "guggnaði" ekki. Með dúndrandi hjartslátt sá ég fyrir mér teygjustökk í myrkri, bingó í Tónabæ, ókunnugt fólk í samkvæmisleikjum, Tupperware-kynningu eða annan hrylling sem minn heittelskaði gæti verið að draga mig út í sér til skemmtunar.
Brunuðum eftir krókaleiðum í Hafnarfjörðinn og þar bauð hann mér í Kvikmyndasafn Íslands, að sjá The Purple Rose of Cairo.
Það var hreint ekki leiðinlegt, skal ég segja ykkur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli