
Er að feta mín fyrstu skref á fésbók eins og nýborinn flóðhestur (flóðfolald?). Finn að ég er haldin djúpstæðri grúppufælni og tortryggni út í hvers konar rafhjarðir. Svo veit ég ekki hvort það var viðeigandi af mér að smella á "like" þegar ég sá þessa meldingu:
Hjalti is now single. Veit ekki heldur hvort það er viðeigandi að þykja Ólafur Agnar fyndið nafn, en bara í nefnifalli. Forseti lýðveldisins er í öllu falli stjarnfræðilega langt frá því að vera fyndinn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli