
Á heimili mínu viðgengst ofdekrun. Hugsa sér að ég, á gamals aldri, skuli hafa lent í því að kynnast manni sem er svona góður við mig. En nú ætla ég að hætta að tala, því ég sturtaði í mig krækiberjalíkjör til að róa taugarnar eftir viðtal í Kastljósinu og gæti annað hvort sagt eitthvað viðbjóðslega væmið eða óbærilega óskammfeilið.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli