þriðjudagur, janúar 20, 2009

Vanhæfnin á ekki eyru

Ég er útslegin og orðlaus yfir valheyrn valdhafa. Hvað þarf að öskra hátt til að þeir heyri? Halda þeir að reiði þjóðarinnar vegna aðgerðaleysis og klúðurs sé bóla sem gangi yfir á nótæm? Þrjóska getur verið kostur en þumbaragangur ráðamanna þessa lands er ekki fyndinn.

Þeir sem mæta í mótmælin eru ekki smjörkúkarnir, bankaglæponarnir, þjóðníðingarnir og landráðamennirnir sem seldu strit okkar næstu áratugi. Þeir sem mæta eru þjóðin.

Og þjóðin vill reka óhæfa úr starfi og ráða hæfa í þeirra stað. Flókið? Nei.

Engin ummæli: