
Ég er útslegin og orðlaus yfir valheyrn valdhafa. Hvað þarf að öskra hátt til að þeir heyri? Halda þeir að reiði þjóðarinnar vegna aðgerðaleysis og klúðurs sé bóla sem gangi yfir á nótæm? Þrjóska getur verið kostur en þumbaragangur ráðamanna þessa lands er ekki fyndinn.
Þeir sem mæta í mótmælin eru ekki smjörkúkarnir, bankaglæponarnir, þjóðníðingarnir og landráðamennirnir sem seldu strit okkar næstu áratugi. Þeir sem mæta eru þjóðin.
Og þjóðin vill reka óhæfa úr starfi og ráða hæfa í þeirra stað. Flókið? Nei.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli