þriðjudagur, janúar 27, 2009

Meint heimsvísuhneigð

Viðurkenni fúslega að mér hefur alltaf fundist kynlíf miklu áhugaverðara en pólitík. Vissi samt ekki að það væri beinlínis hættulegt, eins og hér segir. Maður veltir fyrir sér hárri tíðni þessa sjúkdóms í sumum geirum.

Jóhanna verður "fyrsta lesbían á heimsvísu til að gegna embætti forsætisráðherra". Þannig var fréttin orðuð hjá Rúv í kvöld. Ætli ég sé gagnkynhneigð á heimsvísu, eða eru það bara stjórnmálamenn?

Auk þess langar mig í slöngulokka eins og ljóshærða þulan skartar.

Engin ummæli: