Íklædd gráum velúrbuxum keyptum á árum feitrar sjálfsmyndar skrifa ég þennan fyrsta pistil ársins 2009. Veit ekki af hverju ég tek fram að ég sé að skrifa pistil, það virðist einhvern veginn óþarfi. Hver skilur konur í víðum velúrbuxum?
Fór í bráðskemmtilegt fjölskylduboð í gærkvöld, þar sem áratugahefð er fyrir "leikaleik", en hann felst í því að leika orð líkt og gert er í Útsvari. Keppendur rúlluðu upp hugtökum eins og marfló og mæðuveikigirðing á nótæm. Tímametið átti móðir Hjálmars, en hún náði að koma Bónus til skila á 5 sekúndum. Snillingar.
Og mér fannst skaupið afskaplega fyndið. Finn fyrir djúpu þakklæti til listamanna, hrikalega væri lífið leiðinlegt án skapandi fólks.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli