mánudagur, janúar 12, 2009

Fordæmi og fordæming

Mótmælaspjaldið mitt í morgun leit svona út. Ásjóna reifastrangans er mynd af barnslíki, en þessi hvítvoðungur var myrtur í Palestínu nýlega. Af fullkominni grimmd, af fullkominni hernaðarmaskínu Ísraelsmanna.

Barnslíkið lagði ég á tröppur Stjórnarráðsins. Bar þar fljótlega að ábúðarfulla miðaldra konu, smekklega til fara. Ilmvatnsský blandaðist reyk púðurkellinga. Konan klofaði yfir líkið án þess að fipast takturinn. Helför smelför.

Sýningin verður að halda áfram og ríkisstjórnin
þarf frið til að vinna, hún þarf frið fyrir okkur. Þjóðin á ekki að þvælast fyrir valdstjórninni. Þjóðin á að vinna baki brotnu og borga skuldir auðmanna og halda kjafti og vera þakklát. Okkur varðar hvorki um þjóðmál hér á landi, né um þjóðarmorð í fjarlægum löndum.

Engin ummæli: