Nú hef ég öðlast djúpan skilning á lífi blaðbera. Sonur minn Hjalti tók upp á því að vilja vinna sér inn pening - hann hefur nefnilega augastað á notaðri tölvu. Blaðburður í afleysingum í nokkrar vikur á að duga til að hann geti eignast gripinn. Og í morgun gekk ég með Hjalta fyrsta blaðburðarrúntinn, til að hjálpa honum að setja sig inn í nýja starfið.
Þetta var lærdómsríkt. Vissuð þið að sumt fólk er með mannætulúgur? Hélt að ein mundi klippa af mér fingur. Gaman að fá Moggann með morgunkaffinu - og fingur af blaðburðarbarni í kaupbæti.
Er annars á leiðinni í bloggfrí fljótlega, vona að það gangi betur en síðast;)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli