mánudagur, júlí 16, 2007

Enn bryddir á baunardraumum

Í nótt dreymdi mig þetta.

Ég var lögð inn á spítala þótt mér fyndist engin ástæða til þess, ég mótmælti, sagðist vera frísk. Í mig var settur þvagleggur og ekkert gerðist drykklanga stund, ég glápti á tvo tóma poka sem leggurinn tengdist. Svo allt í einu streymdi í þá dökkt þvag, þar til þeir voru við það að springa. Þegar átti að taka legginn úr mér gramdist mér mjög hversu margt fólk, sérstaklega gamlir og laslegir karlar, vildu fylgjast með þeirri athöfn.

Ráðið nú þennan draum. Skil ekki af hverju ég er ekki lögst í bloggleti eins og allt alminlegt fólk. Þvílík tjáningarþörf.

Engin ummæli: