Ég var að borða silung. Lítið sem hann gat gert í því.
Svo fór ég allt í einu að hugsa um alla þessa karla í gamla daga sem aldrei sögðu neitt. Áttu konur sem arransjéruðu öllu í kringum þá, úðruðu og bjástruðu liðlangan daginn, hnussuðu og létu dæluna ganga en karlarnir gengu hljóðir, rökuðu sig hljóðir, sötruðu kaffið sitt orðalaust og í mesta lagi andvörpuðu eftir matinn og lögðu sig svo.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli