sunnudagur, júlí 01, 2007

Bjartsýn horfir baunin fram á veginn

Helgin var yndisleg. Strákarnir mínir loksins komnir úr löngu ferðalagi, ótrúlega gott að fá pjakkana heim. Og veðrið lygilega dásamlegt. Eða dásamlega lygilegt.

Er nýtekin upp á því að skokka, skilst að það sé stórhættuleg iðja. En mikið svakalega er þetta gaman. Finnst ég svo megnug þegar ég set í hlaupagírinn. Þyrfti samt að fá mér betri skó, einhverja hátækni-sportpúðaskó svo ég verði ekki liðónýt á þessu renneríi.

Engin ummæli: