Fyrir allnokkru uppgötvaði ég að draumurinn um framhaldslíf væri ekkert annað en það. Draumur og óskhyggja. Nógu slæmt sossum að missa af samastað syninum hjá. En svo rann upp fyrir mér annað ljós. Óþægilegra. Ég er hætt að trúa á "ástina".
Trúi á lostann, geðveikina, þráhyggjuna og hræðsluna við að vera einn. Trúi á gjörningaveður tilfinninganna og breyskleika mannskepnunnar.
Trúi á þrána eftir sálufélaga.
Trúi á löngunina að finna líkama þétt upp við líkama minn, finna sterka karlmannsarma taka utan um mig.
Trúi á vináttuna og gleðina.
Trúi á ástina til barnanna minna, skilyrðislausa og óendanlega.
Trúi á sjálfa mig.
*held þessi játning sé innblásin af ákveðinni nornafærslu, en þetta er bara satt.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli