föstudagur, ágúst 03, 2007

Öræfabaun

Komin heim úr ævintýragöngu um Eyjabakka og Lónsöræfi. Get heilshugar mælt með Hálendisferðum, ef þið hyggið á skemmtilega bakpokaferð. Á myndinni má sjá baun með Snæfell í baksýn. Takið eftir smekklegum sólgleraugunum sem keypt voru á bensínstöð á Egilsstöðum fyrir aðeins krónur 990.

Get ekki lýst með orðum hversu gott var að þramma á öræfum, fjarri öllu áreiti, sambandslaus við umheiminn. Innra með mér tifar endurómur fíngerðra bláklukkna, líparíthellur braka við fót, í höfðinu fljóta myndir af lygilega grænum dýjamosa og tröllslegu landslagi. Í tánum er minning um jökulköld vötn. Mig langar aftur á fjöll.

Vek athygli á nafni rellunnar sem flutti baun frá Höfn og heim.

Engin ummæli: