Fór á stað-sem-ekki-má-nefna um daginn, dekadenaðist m.a.s. í bílalúguröðina. Hvað haldiði að afgreiðslumaðurinn hafi sagt, eintóna röddu, úr pantana-blikkhausnum?
Hjartanlega velkomin á Makkdónalds, get ég aðstoðað?
Ég kyngdi ælunni og pantaði "stækkaða máltíð" fyrir son minn. Sjálf forðast ég munnlega nánd við þetta bragðlausa gúmmífæði. Og að vera boðin hjartanlega velkomin (af sauðþreyttum unglingi) á svona stað er móðgun við tungumálið, ef ekki lýðveldið. Ætla að skrifa bréf út af þessu. Hvaða þingmanni á ég að senda það? Kannski ég stíli bréfið á Bush.
Fyrir mörgum árum skrifaði ég ljóð um staðinn-sem-ekki-má-nefna. Það er svona.
M
undir gulum bogum
lágrar menningar
sit ég og velti vöngum
yfir tvöfeldni borgaranna
Þessir fordómar eru í boði baunar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli