Fletti Blaðinu í dag og rakst á tvær smáfréttir sem vöktu athygli mína.
- Voru haldnir nethræðslu. Segir frá flugóhappi þar sem menn reyndu að fela einkennisstafi flugvélar. Mennirnir sem voru á flugvél sem hlekktist á í flugtaki í Nýjadal....máluðu með rauðum lit yfir merkingar flugvélarinnar vegna þess að þeir voru haldnir "nethræðslu", að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli. Nethræðslan fólst í því að mennirnir voru smeykir um að kjaftasögur myndu spyrjast út um þá ef myndir af vélinni birtust á veraldarvefnum og því gripu þeir til þessa ráðs svo vélin væri ekki auðkennileg úr fjarska.
- Reiðir karlar njóta aðdáunar. Segir frá rannsókn þar sem þátttakendur skoðuðu myndbönd með atvinnuviðtölum, en umsækjendur áttu að greina frá því hvort þeir yrðu reiðir eða leiðir ef þeir misstu viðskiptavin vegna þess að samstarfsmaður kæmi of seint á fund. Niðurstöður: Karlinn sem kvaðst vera reiður fékk flest prik. Næst flest prik fékk konan sem sagðist vera leið, karlinn sem sagðist vera leiður lenti í þriðja sæti og fæst prik fékk konan sem sagðist vera reið. Reiða konan átti jafnframt að fá lægstu launin... Sem sagt, ...reiðir karlmenn njóta aðdáunar, en kona sem lætur í ljós reiði fær fljótt þann stimpil að hún sé ekki í jafnvægi.
Þetta er ekki moggablogg.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli