Eftir ákveðinn botnatburð gærdagsins fór ég í gegnum hin fjögur stig sorgarferlis, afneitun, reiði, depurð og að sætta mig við staðreyndir. Það tók á að giska fimm mínútur. En í morgun lá yfir mér, eins og þokuslæðingur, einhver heimsangist.
Fór því í bæinn og var að koma úr gay pride göngunni. Magnað að sjá þetta kraðak af fólki - allir svo hýrir í bragði í sólinni. Fannst flott slagorðið: all different. all equal. Til hamingju með daginn, hommar og lesbíur:)
Tók eftir óvenju mörgum pörum (karl plús kona) sem leiddust. Var sagt að aldrei sæist fleira gagnkynhneigt fólk ríghalda í hvort annað en akkúrat á gay pride. Gott með það.
Þokunni er að létta. Guði sé lof fyrir góða vini. Lífið er....ekki sem verst.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli