föstudagur, nóvember 11, 2005

Ólykt úr vaski...

böggar mig í nýju íbúðinni. Hringdi í nokkra pípara og fékk þær upplýsingar að þeir hefðu of mikið að gera til að sinna svona ómerkilegu vandamáli. Einn hjálplegur ritari sagði mér að láta renna lengi í vaskinn og kaupa mér svo lyktareyðandi efni. Vera ekki að þessu væli. Hvað er ég líka að kvarta yfir smotteríi eins og holræsalykt?

Annars er allt að fara á fullt í framkvæmdum. Búin að kaupa parket, grindarefni, reknagla, þiljugrip, tréskrúfur o.fl. óskiljanlegar smíðavörur. Er gul, blá og marin eftir að burðast með dót inn í íbúðina. Held ég sé að breytast í kellingu sem spýtir í lófa, glottir við tönn og bölvar eins og sjóræningi. Og borar í vegg. Hei, annars, ég hef alltaf verið solleis.

En ég á samt ennþá eftir að læra á dvd spilarann.

Engin ummæli: