miðvikudagur, nóvember 02, 2005

Hrekkjusvín.

Hún dóttir mín er hreinræktað hrekkjusvín. Allt þetta tungumálaflakk á bloggernum - hann hefur talað japönsku, ítölsku, frönsku, spænsku, kóreösku o.fl. - ER HENNI AÐ KENNA! Hún er búin að vera að dunda sér við að breyta viðmóti bloggersins svo vikum skiptir og skemmta sér yfir því þegar við aldraðir foreldrar hennar kvörtum yfir þessum óstöðugleika (sem við héldum að færi eftir órannsakanlegum vegum í rafeindaheimi). Ég er mjög sár. Og svo er mér líka skemmt yfir því hvað hún getur verið mikið kvikindi. Blessuð stúlkan. Lík mömmu sinni? Nei, varla.

Engin ummæli: