þriðjudagur, nóvember 15, 2005

Í borðstofu minni...

og stofu kúrir línóleum dúkur undir hlýju og blettóttu gólfteppi. Hann er búinn að vera þarna mun lengur en ég, eða u.þ.b. hálfa öld, og er ekkert á því að yfirgefa svæðið. Þessu komst ég að í gærkvöldi, þegar ég reif og togaði og bisaði og másaði og blés. Hálfrar aldar gamalt dúkalím er líka soldið spes. Við Rúna vinkona, sem er best í heimi, helltum vatni yfir grásvart límið og þá losnaði það upp með umtalsverðri ólykt. Við mokuðum því svo í marga ruslapoka og restin fór upp í nefið á mér og er þar enn. Snýti svörtu örugglega í nokkra mánuði.

Ó, það er svo gaman að eiga íbúð. It´s mine, my own, my precious....

Auk þess legg ég til að ég vinni í happdrætti bráðum, ella mun ég enda í rólegri vist á Kvíabryggju - eða mega konur kannski ekki fara þangað í afplánun? Afplánun hljómar reyndar ekki sem verst, soldið eins og hvíld. Hvað er þá plánun?

Engin ummæli: