föstudagur, nóvember 25, 2005

Í dag...

líður mér ekki sem best. Veit þó að það kemur dagur eftir þennan dag. Veit að ég á eftir að rétta úr kútnum. Veit að ég á eftir að blómstra í mínu nýja lífi.

En ég er orðin þreytt á gegndarlausri vinnu, ferðum í Húsasmiðjuna, sparsli, því að berjast við eldgamalt dúkalím og tilfinningar sem ég ræð ekki við. Þreytt á að bresta í grát af minnsta tilefni.

En...ég hef líka svo margt að hlakka til. Lífið er fallegt.

Svo ein tilvitnun í mann sem vissi lengra nefi sínu:

To fear love is to fear life, and those who fear life are already three parts dead.
Bertrand Russell (1872-1970).

Engin ummæli: