þriðjudagur, nóvember 22, 2005

Iðnaðarmenn..

í blíðu og stríðu. Smiðir og rafvirkjar. Sem spurðu mig ósköp pent um daginn: þekkir þú ekki einhvern málara? Ég var nebbla að sparsla og mála og lenti í smá slag við svona akrílkíttí-útkreisti-græju, sem var með attitjúdd. Það endaði með hvítu blóðbaði - klístur útumallt, sérstaklega á minni persónu (og minnst fór í kverkina þar sem það átti að lenda).

Svo tókst mér að sauma utan um tvo púða, en ekki áfallalaust. Ég og saumavélar dönsum ekki í takt. Voðalega virðist ég hafa lítið verksvit.

Hæfileikar mínir liggja á öðrum sviðum.

Engin ummæli: