nær og fjær.  Ég er enn á lífi.  Flutti inn á nýja heimilið á laugardaginn og þar er undursamlegt að vera.  Búin að vera á kafi í að bera veraldlegar eigur mínar upp margar tröppur og held ég hafi grennst um nokkur kíló við öll þessi hlaup, en líka bætt á mig massa upphandleggsvöðvum.  Svo er ég búin að kaupa mér alls kyns heimilistæki og húsgögn.  Og bera þau.  Upp tröppurnar.  Hefði sennilega verið sniðugra að fá sér íbúð á fyrstu hæð...nei, auðvitað ekki.  Íbúðin mín er best í heimi.
Mig vantar tölvu og nettengingu í nýju íbúðina.  Er að vinna í því, en þetta þýðir auðvitað að bloggstundir mínar eru voða fáar um þessar mundir.  Á einhver tölvu til að selja mér á spottprís?
Legg ekki meira á ykkur að sinni.
 
 
Engin ummæli:
Skrifa ummæli