fimmtudagur, nóvember 24, 2005

Ég sakna...

barnanna minna alveg óskaplega. Sakna hávaðans, rifrildanna, nöldursins, hlátraskallanna; sakna þess að hlýða Hjalta yfir ljóð, sakna hröðu klarinettskalanna og píanóspils. Sakna langra símtala seint á kvöldin um skák milli Matta og Torfa liðsstjóra. Sakna braksins sem fylgir eilífu snakk- og poppáti strákanna minna með sjónvarpsglápinu. Sakna óhreinna sokka djúpt oní sófa og undir borði í mylsnu og ló. Sakna frásagna barnanna af afrekum dagsins. Sakna stóru knúsanna hans Hjalta míns. Sakna þess að reka strákana í bað. Sakna panik-kasta yfir týndum sundskýlum í argabítið.

Ég hlakka til að sjá krílin mín aftur og fá að ragast í þeim í heila viku.

Engin ummæli: