mánudagur, nóvember 14, 2005

Helgin.

Ætla að leyfa ykkur að njóta nokkurra atburða helgarinnar með mér:

- fékk magnþrungið stresskast yfir notuðu borði sem ég ætlaði að kaupa en missti af vegna þess að hraðbankinn neitaði að láta mig fá peninga
- það var keyrt aftan á mig á bílastæði (á meðan ég var í stresskastinu), bílstjórinn andaði "fyrirgefðu" á mig með brennivínslykt og stakk svo af
- ráðleggingasúpa um framkvæmdir á nýja heimilinu frá elskulegum vinum mínum fyllti hausinn á mér af steinull
- samsetning Ikea húsgagna er ERFIÐ
- fótbrotinn vinur minn setti upp reykskynjara fyrir mig
- þunnur bróðir minn skrúfaði nýja sturtu á sinn stað
- ég bar 10 tonn af smíðaefni og parketi og bætti 35 marblettum í safnið, líkami minn er litfagurt listaverk
- Rúna og Pétur hjálpuðu mér að bera parketið og þessir fyrrum sambýlingar mínir eru hetjur og hreystimenni
- kom í ljós að ég þarf að rífa aldargamlan dúk af gólfum og skafa gamalt lím áður en parketið verður lagt
- ég er búin að fá uppí kok af ferðum í Húsasmiðjuna
- dregngirnir mínir fluttu inn á laugardaginn og sváfu eins og englar
- ég á bestu vini í heimi

Engin ummæli: