Sit hér með nokkrum unglingum og horfi á The good, the bad and the ugly. Merkileg ræma og stórundarleg tónlist. Og Clint er alltaf...*sæluhrollur*.
Strákarnir mínir eru dottnir í gamlar myndir, í gær horfðum við á Psycho. Þeir hlógu dátt að sturtuatriðinu, fannst það óborganlega fyndið. Mér var ekki hlátur í hug þegar ég sá þessa mynd í gamla daga, gat varla farið í sturtu lengi á eftir. Meira hvað bíómyndir brenndu sig inn í vitund manns, eftir að ég sá Jaws, gat ég varla farið í bað (þetta fer að hljóma eins og ég hafi oft verið óhreint ungmenni).
Ísland vantar Clint. Hann mundi ganga hreint til verks og skjóta verðbólguna.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli