föstudagur, júlí 24, 2009

Um ferð

Það var fínt að vera á Akureyri, þrátt fyrir að þar væri vart þverfótað fyrir andstöðu við Evrópubandalagið.
Mér finnst Eyjafjörðurinn fallegur. Norðlendingar virðast furðu líkir öðru fólki, sem voru auðvitað viss vonbrigði. Við kynntumst vingjarnlegum ketti, sáum branduglu, borðuðum frábæran indverskan mat, fórum í Smámunasafnið og horfðum á hafnfirska víkinga skylmast í miðaldaþorpi að Gásum. Ég missti af hvalaskoðun, veiðiferð o.fl. skemmtilegheitum vegna leiðindapestar sem ég ákvað að taka með mér suður. Aaahhhtsjú!
Þokan sem lá yfir (einhverju) fjalli við Húnaflóann minnti á draugalega hárkollu. Þetta var á leiðinni norður. Á leiðinni suður munaði hársbreidd að við dræpumst vegna gáleysislegs framúraksturs manneskju sem var með hárkollu yfir augunum, hvað veit ég, hún keyrði allavega ekki eins og hún sæi umhverfið. Bíllinn var rauður og hjartað mitt brjálaðist úr hræðslu.

Ég er fegin að vera komin heim. Og mér þótti gott að faðma börnin mín áðan.

Engin ummæli: