Enn þjáist ég af ísfíkn. Sem hefur þær aukaverkanir að ég er alltaf að kaupa ís. Ég hef komist að því, eftir nákvæmar vettvangsrannsóknir, að ísbúðir eru undantekningalítið á ókræsilegum stöðum. Ísbúðir eru á bílastæðum. Ef maður ætlar að borða ísinn sinn úti, þá er ekki annað í boði en að sitja í pústfnyk, umkringdur bílum. Í um helmingi þessara kyrrstæðu bíla situr fólk kjamsandi á ís. Fólkið hefur bílinn í gangi við ísneysluna, ekki spyrja mig af hverju, þannig að senan óvistlega mengast kröftuglega af hávaða og skítabílafýlu. Rækalli undarlegt.
Vona að ég fyllist aldrei pylsufíkn, því þá biðu mín langdvalir á öðrum vinsælum matsölustað í huggulegu umhverfi. Bæjarins bestu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli