miðvikudagur, júlí 15, 2009

Nytfegurð

Brugðum okkur nú síðdegis á Nytjamarkað ABC hjálparstarfs og þar var gaman að gramsa. Rakst á þennan platta (sem hlýtur að vera þýfi - slíkt gæfi enginn frá sér), en hann ber karlmönnum fortíðar fagurt vitni. Árið 1978 kunnu menn sko að tríta konur.*
Get síðan varla lýst ósvikinni og botnlausri gleði minni er ég fann þessa eigulegu styttu. Það yljar manni um hjartarætur að sjá hversu fallega listfengir aðilar hafa heiðrað minningu Ingólfs Guðbrandssonar.


*Eins og glöggir vita er hér vísun í góðrasiðahöfðingjann Kleópötru Kristbjörgu

Engin ummæli: