Einbeitt bý ég mig undir inngöngu föðurlandsins í ESB, kaupi Euroshopper vörur hægri-vinstri og hef mynd af Össuri á náttborðinu (fyrir utan stytturnar af honum í garðinum). Ein er sú tegund morgunkorns sem ég hef fengið sérstakt dálæti á, en það eru hunangshúðuð uppblásin hveitifræ. Með
gepofte tarwe á tungu standa minningar ljóslifandi fyrir hugskotssjónum, minningar um áhyggjulausan stelpukjána sem ólst upp á allt öðru Íslandi fyrir mörgum áratugum.

Og þegar ég hnerraði áðan, kröftuglega, með munninn fullan af þessu dísæta evrópska loftgæti, hrutu gullkorn af vörum mér.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli