

Nú til dags er tíminn þöglar blikkandi tölur sem hvarvetna blasa við, á símanum og ofninum, í tölvunni, bílnum og gvuðmávitahvar. Tíminn er sloppinn úr verkinu og gengur laus.
Hvert er ég að fara með þessu? Hef ekki grænan grun, finnst bara gamla fallega klukkan sem nýkomin er í stofuna mína óþarflega hávær og hún fékk mig til að hugsa um tímann, en ég vil ekki hugsa um tímann. Tíminn er geisp og klukkan er núið.

Engin ummæli:
Skrifa ummæli