Best að hugsa um aðra hluti, ferðina góðu um sl. helgi. Við veiddum engan fisk handa gallblöðrunni sálugu, enda hafði hún beðið um steik og safaríka nautasteik fékk hún. Blaðran mín heitin var alveg til friðs eftir síðustu máltíðina, ekkert vesen, kúrði sig bara undir lifrinni litla greyið, með steininn sinn í fanginu.
Hér koma nokkrar myndir úr ferðinni.
Þetta fallega blóm heitir klettafrú.
Það var eins og þessi hefði dottið úr handbremsu og runnið niður hlíðina á meðan bóndi og búalið sátu í slægjunni, kjömsuðu á kleinu og drógu ullarsokkinn af kaffiflöskunni.Múmían liggur á bakinu og starir til himins.Við gengum fram á þetta litla lamb, drukknað í djúpum hyl. Það fékk ekki einu sinni að bíta gras og sjúga mömmu sína eitt örstutt sumar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli