Ég ákvað að fara með gallblöðruna mína út á land, svo hún mætti lifa sína síðustu daga í óspilltri náttúru. Það á nefnilega að lóga henni á mánudaginn, eins og hverjum öðrum hvítabirni eða karakúlfé. Ætlum að veiða handa henni silung, sjóða fiskinn og kartöflur með og borða með sméri. Ó, já, í sveitinni.
Á leiðinni hingað missti ég af fjörugu dýrakynlífi við þjóðveginn, það er svona að vera bílstjóri. Ergilegt.
Hjálmar, ég og gallblaðran erum annars stödd í Halldórskaffi, sem eins og allir vita er í Brydebúð. Salat fyrir mig og blöðruna, Gýmsaloka fyrir kallinn. Þetta líka fína latte í eftirmat. *dæs*
Það held ég nú. Þetta er Elísabet baun sem talar frá Vík.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli