Gekk Fimmvörðuháls í gær. Í dag er ég sólbrunnin, skrámuð, helaum í hné og með fagurbláa stórutá - tók mynd af henni en ákvað að birta ekki, af tillitsemi við lesendur (segið svo að ég geri aldrei neitt fyrir ykkur).
Á Skógum varð ég vör við bann við rauðum hundum. "Sjúkdómafordómar?", spurði ég sjálfa mig.

Í þúsund metra hæð þeytir Hjálmar flóaða mjólk út í espressóið. Algjör óþarfi að lækka standardinn þótt maður sé hátt uppi.

Minnisvarði óþekktu sauðkindarinnar.

Vinnandi karlmaður er mikið augnayndi.

Þetta var stórskemmtileg ferð en eitt langar mig að vita, verandi nýkomin úr útilegu í Þórsmörk. Af hverju öskra fullir karlar svona mikið?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli