sunnudagur, september 02, 2007

Rammir eyrnasteinar

Ég er alltaf að fá frábærar viðskiptahugmyndir, ef ekki stórkostlegar. Baun er í raun vannýtt auðlind í viðskiptalífinu. Nýjasta er þessi: Íþróttavörubúðir setji upp rekka við hliðina á spandex hlaupagöllunum og hlaupaskónum. Í þennan rekka skal setja hlaupatónlist.

Áður hljóp ég með Bonnie Tyler, komst aldrei langt á því. Alltaf að skima eftir hetjunni, það tafði fyrir.

Nú er ég búin að finna bestu, langbestu hlaupatónlistina. RAMMSTEIN. Hleyp lengra, hraðar með Rammsteina í eyrum. Benzin. Mann gegen mann. Rosenrot. Stirb nicht vor mir. Og topplagið, sem lætur kraft úr iðrum jarðar hríslast upp iljarnar og maður hleypur eins og vindurinn: Wo bist du?

Engin ummæli: