
Áður hljóp ég með Bonnie Tyler, komst aldrei langt á því. Alltaf að skima eftir hetjunni, það tafði fyrir.
Nú er ég búin að finna bestu, langbestu hlaupatónlistina. RAMMSTEIN. Hleyp lengra, hraðar með Rammsteina í eyrum. Benzin. Mann gegen mann. Rosenrot. Stirb nicht vor mir. Og topplagið, sem lætur kraft úr iðrum jarðar hríslast upp iljarnar og maður hleypur eins og vindurinn: Wo bist du?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli