Um daginn nennti ég ekki út í búð að kaupa brauð, þótt það vantaði sárlega í kotið. Þá bakaði ég bara brauð. Var ég löt?
Oft, eftir vinnu, nenni ég ekki út úr húsi. Gæti því aldrei orðið félagsmálatröll, bartender eða innbrotsþjófur.
Fór í badminton áðan og var í þvílíku banastuði að mörg ný (og fögur) fögn urðu til. Öll rækilega hljóðskreytt. Einnig brutust fram allnokkur þokkafull....andfögn...? Hvað kallast það þegar maður kastar sér organdi í gólfið, eftir misheppnaða sendingu? Eða þegar maður rífur bolinn utanaf sér og froðufellir? Eða þegar maður brýtur spaðann á enni andstæðingsins? Andfögn. Segjum það.
Lifið lengi og blómstrið.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli