laugardagur, september 08, 2007

Brauð, ristardraumur og tojtoj

Svona af því að ég var að fá nýja myndavél í stað þeirrar sem datt í gólfið og eyðilagðist, þá er ég í myndastuði og hér fáið þið að sjá morgunmatinn. Ristað brauð með krukku-súkkulaði, epli og bergmyntu. Yndislegt kaffi með og maður smælar allan daginn.

Búin að skokka með vinum mínum í Rammstein. Makalaust hvað þeir toga mig áfram. Hvernig væri að stefna að eiginhandaráritun söngvarans (eða trommarans) á ristina? Væri stíll yfir því.

Svo er gaman að segja frá því að Matta mínum og skáksveit Laugalækjarskóla gengur þrælvel að tefla í Finnlandi, en þeir eru í efsta sæti á Norðurlandamóti grunnskólasveita í skák. Tvær umferðir eftir og ef þeim gengur áfram allt í haginn, verða þeir Norðurlandameistarar þriðja árið í röð. Ekkert í höfn, en toj toj til strákanna í Lavia!

Engin ummæli: