
Búin að skokka með vinum mínum í Rammstein. Makalaust hvað þeir toga mig áfram. Hvernig væri að stefna að eiginhandaráritun söngvarans (eða trommarans) á ristina? Væri stíll yfir því.
Svo er gaman að segja frá því að Matta mínum og skáksveit Laugalækjarskóla gengur þrælvel að tefla í Finnlandi, en þeir eru í efsta sæti á Norðurlandamóti grunnskólasveita í skák. Tvær umferðir eftir og ef þeim gengur áfram allt í haginn, verða þeir Norðurlandameistarar þriðja árið í röð. Ekkert í höfn, en toj toj til strákanna í Lavia!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli