laugardagur, september 08, 2007

Kaldar hendur, hlýtt hjarta

Ég þekki góðar manneskjur. Og þá meina ég góðar ekki sem skammaryrði, heldur fólk sem gefur af sér hlýju, samkennd og nærir sálina. Manneskjur sem heyra og sjá. Ég er fordekruð prinsessa þegar kemur að forréttindum í lífinu. Stærstu forréttindin felast í því fólki sem ég er svo fáránlega lánsöm að geta kallað börnin mín, vini mína, fjölskyldu mína.

Þegar ég mætti til vinnu í gær voru mér gefnir þessir vettlingar. Samstarfskona mín prjónaði þá handa mér. Hef aldrei á ævinni séð jafn fallega vettlinga, enda er þessi vinkona mín snillingur í höndunum og kann þá list að prjóna úr fágætu efni. Hjartagæsku.

Engin ummæli: