laugardagur, september 22, 2007

Bónus, geimverur og löng augnhár


Í biðröðinni í Bónus áðan heyrði ég pling og las sms sem fékk mig til að roðna. In a good way.

Matarboð í kvöld. Hlakka til. Óttast að ég skandalíseri. Ef þið heyrið ekkert frá mér næstu daga, þá hef ég:
  1. Hringt í Ólaf Ragnar og beðið hann um deit
  2. Drukkið 3 lítra úr Tjörninni og verið lögð inn
  3. Gengið í hjónaband við landlausan Pólverja af því að ég vorkenndi honum svo mikið. Og af því að hann var með brún augu og löng augnhár
  4. Haft ólögmæt þvaglát á almannafæri
  5. Smsað Dorrit og beðið hana um deit
  6. Verið numin á brott af geimverum (næsta færsla þá úr alienspot.space).

Engin ummæli: