fimmtudagur, september 13, 2007

Brjóttu tungu, brostu blítt...

Voldemort moldvarpa...

Hundrað hundar...

Svifflugfélag Íslands...

Fljóð í snjóflóði...

Þríbreið blábrún brúar...

Barbara Ara bar Ara araba bara rabbabara.

Förðun uppveðraðrar morðtrylltrar galdranornar er varla moldviðrisins virði.

Skákvísa

Fallega spillir frillan skollans öllu,

frúin sú sem þú ert nú að snúa.

Heiman laumast hrum með slæmu skrurni,

hrók óklókan krókótt tók úr flóka.

Riddarinn studdur reiddist lyddu hræddri,

réði vaða með ógeð að peði.

Biskupsháskinn blöskraði nískum húska,

í bekkinn gekk sá hvekkinn þekkir ekki.*


Kunnið þið fleiri?


*fann þessa á netinu, höfundar ekki getið.

Engin ummæli: