föstudagur, mars 16, 2007

Undir frakkanum

Fyrir stuttu birtist á tröppunum heima hjá mér ungur maður í frakka, það snjóaði og mér sýndist ég sjá grilla í ílanga fyrirferð um manninn miðjan. Formálalaust svipti hann upp frakkanum og rétti mér flösku af rauðvíni. Sagði, að nú skyldi ég drekka vín og skrifa um þann fágæta atburð. Besta tilboð sem ég hef fengið. Lengi.

Ætlar einhver á Spaðaball í kvöld?

Engin ummæli: