miðvikudagur, mars 21, 2007

Nothing is certain but death and...

Nú ætla ég að fá að vera rækallans eymingi og gera kyni mínu og háralit skömm til.

Ég kvíði svo fyrir að gera skattskýrsluna að mig klæjar frá hvirfli til ilja. Hef aldrei, endurtek ALDREI gert þetta sjálf. Áhugi minn á fjármálum rúmast í atómi, fjármálavitið í kvarka. Nei, það er öfugt.

Sótti um frest. Gott að geta kviðið aðeins lengur fyrir þessum andskota.

Engin ummæli: