fimmtudagur, mars 29, 2007

Flettur á flettur ofan

Minni á að 100 þúsundasta fletting á síðunni minni er rétt handan við hornið...sem ég skrifa þessi orð er talan 99670...

Annað hvort verður þessi flettari (flettaðili?) þekktur, t.d. einhver sem kommenterar hjá mér endrum og sinnum (og um hann yrki ég ljóð) eða hann verður númer svífandi um í algeiminum. Þá hyggst ég yrkja óðinn um óþekktu ip töluna, tregablandna drápu með hrollköldu ívafi. Er eiginlega í stuði fyrir svoleiðis kveðskap þessa dagana, púkar að narta og djöflar að djöflast í mér. Og þá ég dreg. Treg.

Heyrði annars í útvarpinu í morgun að búið væri að koma á legg hér á landi stefnumótaþjónustu eða makaleitarfyrirtæki eða hvað þið viljið kalla það. Heitir Förunauturinn. Þetta gæti nú veitt Útivist harða samkeppni.

Legg aldeilis ekki meira á ykkur að sinni.

Engin ummæli: