
Annað hvort verður þessi flettari (flettaðili?) þekktur, t.d. einhver sem kommenterar hjá mér endrum og sinnum (og um hann yrki ég ljóð) eða hann verður númer svífandi um í algeiminum. Þá hyggst ég yrkja óðinn um óþekktu ip töluna, tregablandna drápu með hrollköldu ívafi. Er eiginlega í stuði fyrir svoleiðis kveðskap þessa dagana, púkar að narta og djöflar að djöflast í mér. Og þá ég dreg. Treg.
Heyrði annars í útvarpinu í morgun að búið væri að koma á legg hér á landi stefnumótaþjónustu eða makaleitarfyrirtæki eða hvað þið viljið kalla það. Heitir Förunauturinn. Þetta gæti nú veitt Útivist harða samkeppni.
Legg aldeilis ekki meira á ykkur að sinni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli