miðvikudagur, mars 21, 2007

Svart er smart

Í kvöld lakkaði ég neglurnar svartar. Það er steitment. Breytt stefna í lífinu.

Ný stefna baunar er í tíu liðum og í henni eru vísanir í köngulær, nýrnahettur, ryðgaða nagla, slý, mannseistu, lifur úr maríuhænu, títuprjóna, tár úr graðfola, bringuhár, trúðsbros, fíflamjólk og ýmislegt fleira sem þið hafið ekki gott af að vita.

Engin ummæli: