mánudagur, mars 19, 2007

Oft leynist speki í málshætti í páskaeggi

Fékk páskaegg í gær. Í því var málshátturinn: Elskan dregur elsku að sér. Rúna eðalvinkona fékk líka einn góðan: Ekki er skynsamlegt að setja kommu, þar sem á að vera punktur. Málshættir geta verið mögnuð viskukorn.

Blogger er annars að gera mig nett brjálaða, get ekki póstað færslum heima, kemur alltaf villumelding. Veit einhver ráð við þessu?

Engin ummæli: