þriðjudagur, desember 19, 2006

Mitt líf: Ég er kona ársins

Var að koma úr jarðarför. Fer ekki svo á jarðarför, tónleika eða aðrar samkomur en að farsími hringi í miðjum klíðum. Hvað eru klíðir annars?

Sá minningargrein um konu sem hét Tala. Hún var saumakona.

Loftur er flugumferðarstjóri. Vörður Traustason öryggisvörður. Sigurjón Bláfeld feldskeri. Logi Eldon smíðar arna. Skondin tilviljun með nöfn og iðju manna.

Var annars hársbreidd frá því að vera kosin kona ársins. Í nýjasta Nýju lífi er haft eftir Guðmundi Steingrímssyni, undir liðnum partí ársins, þetta:
"Þegar slökkt var á götuljósunum og stjörnurnar létu ekki sjá sig. Ein kona datt á hjólinu sínu og lá lengi úti í vegarkanti í myrkri. Enginn sá hana. Þetta var partí ársins. Miklar væntingar en lummó niðurstaða. Týpískt."

Engin ummæli: