föstudagur, desember 08, 2006

Löður

Ætla að vona að ég lendi ekki í þessu í nýja kjólnum...

Er annars að fara að læra svolítið nýtt í kvöld, hann Kalli ætlar að kenna mér og nokkrum fleiri að drekka bjór. Maður skyldi ætla að það væri létt verk og löðurmannlegt, en svo er víst ekki.

Bloggið mitt er ótrúlega sjálfhverft. Ég veit það. Stefni á að skrifa eitthvað göfugt og mannbætandi við fyrsta tækifæri.

Engin ummæli: