sunnudagur, desember 10, 2006

Litli klósetthreinsirinn

Undanfarna daga hefur óheppnin elt mig á röndum. Ég er búin að eyðileggja tvær uppáhaldsflíkur, yndislega nýja peysu úr Whistles sem ég hélt svo mikið upp á að ég svaf með hana í fanginu, og gallabuxur sem voru búnar að vera í langri og dyggri þjónustu baunar. Yfir peysuna sullaði ég rauðvíni, yfir gallabuxurnar gubbaðist sjóðheitur kaffikorgur sem fer bara ekki úr. Og ég brenndi mig á lærinu.

Svo er ég búin að týna flottum eyrnalokkum (þ.e. tveimur stökum úr jafnmörgum pörum) og kvittun fyrir kostnaði sem ég hefði fengið endurgreiddan ef kvittunin hefði ekki týnst.

Þetta er smámunir og áfram er bloggið mitt sjálfhverft. En af hverju talar auglýsingin um litla klósetthreinsinn til mín þessa daga?

Engin ummæli: